Vor hyrna

Þetta fallega blúndusjal hannað af Héléne Magnússon í vorlitum hefur öll helstu einkenni hefðbundinna íslenskra blúndusjala: Hina mjög svo vinsælu köngulóarblúndu (köngulóarvefsblúndu), bylgjótt randamunstur, blúndukant og lítið eitt bogið lag, en hér er það gert meira afgerandi þannig að sjalið situr mjög vel á öxlunum. Prjónað ofanfrá og niður á grófa prjóna og með því að teygja vel á því, þá er þetta frekar fljótprjónað og miklu auðveldara en það lítur út fyrir!

Garn notað: Love Story Einband eða Grýla Tvíband

Til baka í Tölublað 03 – Vor 2011

pdf

Vor hyrnal Uppskrift

6 €

kit

Vor Hyrna Kit (garn en EKKI uppskrift)

frá 8,50 €

Litir:


Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

“Í þessu sjali nýtast vel einstakir eiginleikar íslensku ullarinnar: það er hægt að teygja það talsvert en það heldur samt lögun sinni. Það er prjónað á mjög grófa prjóna og stækkar þar af leiðandi hratt. Það er prjónað ofanfrá og niður með einu einföldu munstri sem er endurtekið á mismunandi hátt til þess að gefa sjalinu lögun sína, og með mjög auðveldum blúndukanti. Munstrið verður áhrifaríkara með því að leika sér aðeins með litina. Þið getið lesið meira um sérkenni íslenskra blúndusjala á vefsiðu Prjónakerlingar.”

 

 

 

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin
Kit

Stærð: ein stærð. Mál: breidd 95 cm x lengd 95 cm, eftir strekkingu.

Prjónar: hringprjónn 5 mm, heklunál 2 mm

Garn

Love Story Einband 100% ný íslensk lambsull, 25gr/dokka, 25g = uþb 225m
Rigning litasamsetning: 

  • Askja Blue, Viking Rust, Raven Black: 1 dokka hvort
  • Hvítt, sauðsvart, sauðgrátt: 1 dokka hvort

Grýla Tvíband, 100% ný íslensk ull, 25gr/dokka, 25g = uþb 112m

  • Moss green, Anis green, Indigo Blue, Sky Blue
  •  Purple, Old Pink, Anis Green, White

Einband frá Ístex, 100% ný ull þar af 70% íslensk ull, 50gr/dokka, 50g = uþb 225m

Vor litasamsetning: 

  • aðallitur: 0851 (hvítt), 1 dokka
  • aukalitur 1: 1765 (gult), 1 dokka
  • aukalitur 2: 9268 (grænt) 20 g
  • aukalitur 3: 9990 (apelsínugult): 20 g

Rigning litasamsetning: 

  • It's raining: 0008 1 dokka, 1026 1 dokka, 0151 1 dokka
  • It's muddy: 1038,1 dokka; 0853, 1 dokka; 0852, 1 dokka; 9268 10g til ad fella af.

Prjónfesta: 10x10 cm = 16 L x 22 umf í sléttuprjóni

Aðferð: prjónað ofan frá, bráðabirgðauppfitjun, affelling með loftlykkjubogum

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að panta sér.

Errata: engan villu fannst en uppskriftin var uppfært með nýju litsamsetningu - PDF VorISL1-2