Tehetta “à l’islandaise”

Hvað er breskara en tehetta, til þess að halda teinu heitu en líka köldu…ísköldu yfir sumarið! Ull einangrar á báða vegu. Til tilbreytingar er tehettan ekki prjónuð úr íslenskri ull, heldur úr breskri ull til þess að vera í breskum anda. Uppskriftin að lummum er hinsvegar algerlega íslensk! Ílepparnir sem voru kveikjan að tehettunni eru sömuleiðis íslenskir. Og ef þú heldur að hönnuðurinn Hélène Magnússon sé alveg búin að tapa glórunni, lestu þá áfram söguna að baki uppskriftinni!

Til baka í Tölublað 03 – Vor 2011

pdf

Tehetta

3 €

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène Magnússon segir frá
Um hönnuðinn

“Eins og með öll munstrin í bókinni minni, Rósaleppaprjón í nýju ljósi (Salka 2006), þá er þessi tehetta orðin til fyrir áhrif af gömlum íslenskum íleppum sem notaðir voru í sauðskinns- eða roðskó. Hún er í rauninni hönnuð alveg eins og par af íleppum nema hvað það vantar aðra totuna og röndóttu loki, prjónað í hring er bætt við. Þið munið finna úrdrátt úr bókinni minni ásamt uppskriftinni (í skáletri)

Tehettan er prjónuð með garðaprjóni, eins og flestir íleppar voru; það tryggði að mikið loft var á milli lykkjanna og það gerði þá hlýrri. Tehettan hefur þannig prýðilegt einangrunargildi og heldur teinu heitu en líka köldu á heitum sumardögum. Hún er skreytt með hefðbundnum rósamunstrum eins og voru notuð á spari-íleppum, en rendurnar vísa í röndóttu íleppana sem notaðir voru dags daglega.

Rósamunstrin eru prjónuð með því að nota gamla íslenska aðferð sem var nánast fallin í gleymsku: myndprjón á garðaprjónsbakrunni.

“Á tímum íleppanna mátti ekkert mislitt garn glatast. „Afgangar hentuðu vel til þess að prjóna íleppa þar sem nota mátti jafnvel stutta enda til einhvers,” segir Sigurður Egilsson (fæddur 1892).”

Íslenskur vörubílstjóri gaf mér uppskriftina

Í anda gömlu íleppanna og til þess að hafa með heitu eða köldu tei, þá fylgir hér uppskrift að gamaldags íslenskum grautarlummum, en aðaluppistaðan í þeim er afgangur af hafragraut morgunsins. Hrísgrjónagraut er líka hægt að nota. Íslenskur vörubílstjóri á ferðalagi gaf mér uppskriftina: “Blandaðu smávegis af öllu saman!”.

Lummur

Hér er svo uppskriftin sem ég endaði á að nota: blandið saman um það bil 3 bollum af hafragraut (eða 1 bolla af haframjöli bleyttu í mjólk eða vatni yfir nótt) u.þ.b. 2 matskeiðum hveiti, 1 eggi, örlitlu salti, sykri eftir smekk. Bætið við mjólk þar til deigið er mátulega þykkt til þess að hella því. Mér finnst best að nota smávegis af rúsínum líka. Steikið á pönnu við miðlungshita í dálitlu smjöri. Hellið deiginu á pönnuna með matskeið og mótið litlar kringlóttar kökur. Steikið á annarri hliðinni og snúið þeim síðan til þess að steikja hina hliðina. Uppskriftin nægir fyrir um það bil 20-25 lummur.

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.

 


Upplýsingar og tækni

Uppskriftin

Stærð: Uppskriftin er fyrir 6 bolla tekönnu (u.þ.b. 48 cm að ummáli) en þið getið breytt stærðinni með því að nota grófara/fínna garn og grófari / fínni prjóna.

Prjónar og efni: Fimm sokkaprjónar eða hringprjónn 5 mm. Heklunál 4 mm. Tala, í lit sem passar við aðallit um það bil 1,5 cm að ummáli

Garn: Rowan Purelife, British Sheep Breeds ólituð, 100% bresk ull,110 m/100 gr dokkur: # 954 Steel Grey Suffolk, #955 Shetland Moorit, # 950 Blue faced Leicester, # 951 Black Welsh, 1 dokka af hverjum lit.
Samanlögð garnnotkun í eina tehettu = u.þ.b. 100 m

Prjónfesta: 10x10 cm = 16 umf x 17 garðar (34 umf.) í garðaprjóni á prjóna númer 5.

Aðferð: rósaleppaprjónm garðaprjón í hring.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Errata: engan villu fannst.