Sólblóm

Sólblóm álpahúfan er skemmtilegt og fljótlegt prjón. Bóðið er upp á tvær aðferdir: húfan með tvíbandaprjóni myndar skemmtilegt munstur en upplýftar laufin eru prjónuð með allskýns útaukningum og úrtökum. Uppskrift eftir Hélène Magnússon 

pdf

Sólblóm Uppskrift

3 €

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

Setið smá sól í vetrardagana! Thessi álpahúfa er skemmtilegt og fljótlegt prjón. Bóðið er upp á tvær aðferdir. Húfan með tvíbandaprjóni myndar skemmtilegt munstur en upplýftar laufin eru prjónuð með allskýns útaukningum og úrtökum. Látið sólina skýna!

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum. Hún rekur vefsíðuna prjónakerling.is og bíður einnig upp á spennandi göngu- og prjónaferðir fyrir erlent jafnt sem íslenskt prjónafólk. Ferðirnar eru óviðjafnanlegt tækifæri til þess að kynnast ólíkum prjónaaðferðum í hópi fólks frá mismunandi löndum þar sem prjónið verður aðal tungumálið!

Ull, stærðir & upplýsingar

Uppskriftin

Stærð: ein stærð. Endanleg mál 25 cm mælt þvert yfir húfuna, til þess að passa fyrir höfuðmál allt upp að 48-53,5 cm.

Athugið að húfuna er hægt að strekkja í stærri stærðir eða hægt að prjóna með örlítið grófari prjónum.

Prjónfesta: 10x10 cm = 16 L og 11 umf sl prj á prjón 5,5 mm

Prjónar: hringprjónar 4,5 og 5,5 mm (notið töfralykkju aðferð) eða sokkaprjónar

Garn:

Aðallitur: Heirloom frá Fancytigers Crafts, 100% American Romney Worsted Yarn, 113g/ hespa = 183m: #Mullein, 1 hespa

Aukalitur: Álafosslopi frá Ístex, 100% nýull, 100g/dokka = 200m: #0051, 1 dokka

Annað: prjónamerki 

 

Aðferð: prjónað í hring, tvíbandprjón

Uppskrifthún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Errata: engan villu fannst.