Smali & Oliviu sett

Í Leiðinni heim, öðrum kafla Ævintýra Theodóru, komumst við að því hvernig Theodóra og Olivia kynnast og því hvað hann Smali er afskaplega góður hundur!

Hundauppskriftin er sérstakt samvinnuverkefni Hélène Magnússon og metsöluhöfundanna Sally Muir og Joanna Osborne. Hélène bjó til glæsilega blúndukápu og þæfð stígvél fyrir Oliviu en ungar dætur hennar prjónuðu fallegu fylgihlutina (trefli, vettlinga og húfu ). Þeir eru tilvalin verkefni til að kenna börnum að prjóna eða jafnvel að nota  “Magic-loop” tæknina!

Uppskriftin að dúkkunni Oliviu (með ,,klukku” kjólnum og nærfötunum) er sú sama og uppskriftin að Theodóru. Aðeins litirnir eru breyttir. Uppskriftin að dúkkunni er EKKI innifalin í Smali&Oliviu settið. Skoðið allar sögurnar  dúkkuupskriftirnar, fötin og fylgihlutina.

Til baka í Tölublað 04 – Vetur 2011

pdf

Smali & Oliviu sett Uppskrift*

6 €

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

Hver er flottastur á hundasýningunni? Auðvitað íslenski fjárhundurinn! Því miður komst hann ekki á sýninguna að þessu sinni, hann var upptekinn við að gæta Oliviu og Theodóru í berjaferðinni. Olivia var ekki alveg rétt klædd fyrir berjatínslu, en hún var óskaplega fín í bláu kápunni sinni. Í öðrum kafla Ævintýra Theodóru eftir Hörpu Jónsdóttur ,,Leiðin heim” komumst við að því hvernig Theodóra og Olivia urðu vinir og því hvað hann Smali er góður hundur!

Hundauppskriftin er sérstakt samvinnuverkefni Hélène Magnússon og metsöluhöfundanna Sally Muir og Joanna Osborne. Það þurfti að gera fjórar prufur, áður en rétti hundurinn varð til. Sá fyrsti var mjög krúttlegur blendingur! Sá síðasti er aftur á móti hreinræktaður íslenskur hundur. *

Hélène bjó til glæsilega útprjónaða kápu fyrir Oliviu og þæfð stígvél. Hún segir okkur frá: ,,Kápan er ekki bara falleg brúðuflík. Kápan er innblásin af kápu í fullri stærð sem Aðalbjörg Jónsdóttir hannaði, en ég er að skrifa bók um hana. Sum ykkar kannast kannski við þessa kápu og hafa dáðst að henni á sýningum.  Nú er gott tækifæri til að æfa ykkur á blúndumunstrinu áður en þið leggið í að prjóna kápu í fullri stærð! En bókin kemur ekki út fyrr en í byrjun 2013, svo þið verðið að vera þolinmóð.”

Fallegu fylgihlutirnir (trefill, vettlingar og húfa) voru prjónaðir af dætrum Hélène, Theodóru, átta ára og Sylviu níu ára. Þeir henta vel til að kenna börnum að prjóna eða til að læra á Magic-loop aðferðina!

Pssst, lítið leyndarmál…Theodóra og Olivia eru bestu vinir í sögunum, en þær eru það í alvöru líka!

Theodóra er heillandi lítil brúða, hönnuð af Hélène og innblásin af þulu Theodóru Thorodssen, Tíu litlar ljúflingsmeyjar. Hún eignast reglulega falleg ný föt. Hún á fjölskyldu og vini sem vakna til lífsins með henni í Ævintýrum Theodóru, stuttum sögum eftir rithöfundinn Hörpu Jónsdóttur.

* Hér má lesa meira um íslenska hundinn: http://www.icelanddog.org/

Um hönnuðina

Muir og Osborne urðu heimsfrægar þegar Lady Diana kom fram í peysu með svartri kind, eftir þær. Sally og Joanna hafa síðan þá haldið áfram að hanna lúxus kasmír peysur en meðfram því gefa þær út uppskriftabækur með ferfættum vinum sínum. Síðasta bók þeirra “Best in show” (Collins & BUmfn, 2010), er full af uppskriftum af yndislegum litlum hundum, allt frá púðluhundi að husky.

Vefsíða Muir og Osborne: www.muirandosborne.co.uk

 

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum. Hún rekur vefsíðuna prjónakerling.is og bíður einnig upp á spennandi göngu- og prjónaferðir fyrir erlent jafnt sem íslenskt prjónafólk. Ferðirnar eru óviðjafnanlegt tækifæri til þess að kynnast ólíkum prjónaaðferðum í hópi fólks frá mismunandi löndum þar sem prjónið verður aðal tungumálið!

Fylgstu með blogginu hennar: helenemagnusson.blogspot.com

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin

Stærð : ein stærð sem passar á Theodóru dúkku, 35 cm lengd.

Hundur: lengd 18 cm, hæð frá gólfi að hvirfli 16 cm

Blúndukápa: 12 cm (hálsmálið) x 38 cm (víðasti hlutinn) x 18 cm (hæðin); ermalengd 10 cm

Prjónar: stærð 3, 3 ½ og 4 mm hringprjónar og/eða sokkaprjónar, heklunál 3 mm
Prjónfesta: 10x10 cm = 24 L og 32 umf í sléttu prjóni á prjóna 3 mm með Léttlopa
10x10 cm  = 27 L og 32 umf í sléttu prjóni á prjóna 3 mm með einbandiGarn og efni: Léttlopi frá Ístex, 100% hrein íslensk ull, 50g/dokkan, 50g = ca.100m

  • aðallitur #9427 (brúnn): 20 g (hundur)
  • aukalitur #0051 (hvítur): 20 g (hundur) 10 g (fylgihlutir) = 30 g
  • #9420 (bláar): 10 g (fylgihlutir)

Einband-Loðband frá Ístex, 70% íslensk ull, 30% ull, 50gr/dokkan, 50g = ca. 225m:

  • # 0059 (svart): spotti
  • # 0008 (blátt): 25 g (kápa)

Kemba, hvít, 25 g

Aðferð: prjónað í hring, myndprjón, gataprjón, uppfitun með lykkju sem hverfur

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að kaupa sér.

Errata: það fannst villu. Athugið leiðréttingar.