Trefil með ílepparósum

Lifið á Íslandi var ekki auðvelt á þeim tíma þegar folkið notaði íleppa í skinnskó. Mátti ekkert mislitt garn glatast og hentuðu afgangar vel til þess að prjóna íleppa. Öllum þótti gaman að eiga eitthvað fallegt eins og fallega rósaleppa.

Hér geturðu fengið frí uppskrift eftir Hélène Magnússon til þess að prjóna sæta trefil með ílepparósum handa öllum sem þér þykist vænt um.

Til baka í Tölublað 02 – Vetur 2010

pdf

Trefil með ílepparósum Uppskrift*

0 €

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá

"Gamall trefill og fornir rósaleppar. Ég þurfti ekki annað til að prjóna sæta trefill handa stelpunum mínum og sjálfu mér í vetur.

Viltu vita meira um íslensk myndprjón ?

Bókin mín, Rósaleppaprjón í nýju ljósi (Salka 2006), heldur til haga séríslenskri þekkingu sem hefur nánast glatast."


Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjöllmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin

Stærð: Ein stærð, stillanleg. Lengd: U.þ.b. 86 cm

Garn:
Aðallitur: Kambgarn frá Ístex (100% ný merino ull, 50 g dokkur. 50 g jafngilda u.þ.b. 150m – www.istex.is), 1 dokka
Lítir í einni rós: 10 g af Kambgarni, 1 til 4 litir.

Prjónar: Prjónar nr. 3 ½, heklunál nr. 3, hjalparnæla

Prjónfesta: 10 x 10 sm með garðaprjóni eru 23 L og 19 garðar

Aðferð: rósaleppaprjón.

 

 

 

 

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Villur: engan villa fannst.