Nanako

Nanako er lítil ljúflingsbrúða hönnuð af Hélène Magnússon og vinkona Theodóru. Hún var kölluð eftir japanskri vinkonu minni. Ég veit ekki hvernig hún tengist Theodóru en ég mun komast að því ásamt ykkur í næsta kafla í “Ævintýrum Theodóru”.

Það að fallegt andlit Nanako birtist hér í dag, er til þess að styðja við japanskar mæður og börn þeirra í Norðaustur Japan, sem þjást vegan hörmunganna þar. Ágóði af sölu á uppskriftinni og prjónasettinu verður gefin samtökunum La Leche League Luxembourg – til stuðnings Japan. Vinkona mín Nanako er virkur meðlimur það og vinnur beint með La Leche League Japan. Kannski munu einhverjar Nanako dúkkur fljúga til Japan til einhverra lítilla japanskra stúlkna? Vinsamlegast hafið samband við mig ef þið viljið gefa La Leche League tilbúna Nanako dúkku til að senda til Japan.

Uppskriftin að dúkkunni (innifalið prjónaklukka og nærfatnaður) er sú sama og að Theodóru dúkkunni. Aðeins litirnir eru aðrir.

Til baka í Tölublað 03 – Vor 2011

pdf

Theodóra/Nanako Uppskrift*

5 €

kit

Brúða Kit (garn en ekki uppskrift)*

27 € (sendingarkostnaður innifallin)

Name/Nom/Nafn:

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

Nanako er lítil ljúflingsbrúða hönnuð af Hélène Magnússon og vinkona Theodóru. Hún var kölluð eftir japanskri vinkonu minni. Ég veit ekki hvernig hún tengist Theodóru en ég mun komast að því ásamt ykkur í næsta kafla í “Ævintýrum Theodóru”.

Það að fallegt andlit Nanako birtist hér í dag, er til þess að styðja við japanskar mæður og börn þeirra í Norðaustur Japan, sem þjást vegan hörmunganna þar. Ágóði af sölu á uppskriftinni og prjónasettinu verður gefin samtökunum La Leche League Luxembourg – til stuðnings Japan. Vinkona mín Nanako er virkur meðlimur það og vinnur beint með La Leche League Japan. Kannski munu einhverjar Nanako dúkkur fljúga til Japan til einhverra lítilla japanskra stúlkna? Vinsamlegast hafið samband við mig ef þið viljið gefa La Leche League tilbúna Nanako dúkku til að senda til Japan.

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjöllmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin

Stærð: hæð 37 cm

Prjónfesta: 10×10 cm  = 19 L x 26 umf í sléttu prjóni á 3,5 mm prjón með Létt-lopa; 26 L x 42 umf í sléttu prjóni á 3 mm prjón með Einband-Loðband.

Garn og efni: Léttlopi frá Ístex: litur 1418, 35 g (líkami); litur 1400 (likami), 10 g (hár), litur 0059. Einband-Loðband frá Ístex: litir 9281 og 9171 30 cm/ 12″ (augu og munur); litur 0851, 20 g (klukka); litur 0885: 4 m (klukka); litur 0059; 40 g til 50 g kembu eða pólýester tróð, trétappi 1 cm í þvermál (dúkka).

Prjónar og áhöld: hringprjónar í stærðum 3 mm og 3,5 mm (dúkka); heklunál 3 mm; prjónamerki, hjálparnælur, afgangsgarn, öryggisnælur, saumnál, skæri, málband.

Aðferð: : prjónað í hring, tímabundið fit, hringfit, myndprjón, sokkar.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Uppskriftin að dúkkunni (innifalið prjónaklukka og nærfatnaður) er sú sama og að Theodóru dúkkunni. Aðeins litirnir eru aðrir

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að panta sér.

Errata: engan villu fannst.