Mosi

Mosi vettlingarnir, í sínum hlýlegu litum, eru fersk og nútímaleg útgáfa af tvíbandavettlingum. Þeir eru prjónaðir með íslensku Grýlu Tvíbandi í fallegu mosa litum. Uppskrift eftir Hélène Magnússon 

Til baka í Grýlu Collection

pdf

Mosi Uppskrift

3 €

kit

Mosi KIT (garn en ekki uppskrift)

21 €

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

Hefðbundnir íslenskir vettlingar eru mjög fjölbreyttir. Í gamla daga voru sparivettlingar oftast prjónaðir með fíngerðu heimaspunnu tvíbandi úr þeli. Mosi vettlingarnir mínir, í sínum hlýlegu litum, eru fersk og nútímaleg útgáfa af tvíbandavettlingum. Vettlingarnir eru prjónaðir í hring með Grýlu Tvíbandi og mótaðir með tvöföldum úrtökum. Merkt er fyrir þumli með aukabandi og síðan er hann einnig prjónaður í hring. 

GrýlaTvíband er fallegt og fíngert band úr hreinni íslenskri ull, þróað af Hélène Magnússon. Tvíbandið er spunnið úr sérvalinni hágæða íslenskri ull í verksmiðju á Ítalíu.
Grýla Tvíband er mjög sterkt, en þó sérlega létt og hlýtt, og nýtist einstaklega vel til dæmis í fíngerðum vettlingum. Eftir þvott mýkist ullin og fær að njóta sín til fulls.

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum. Hún rekur vefsíðuna prjónakerling.is og bíður einnig upp á spennandi göngu- og prjónaferðir fyrir erlent jafnt sem íslenskt prjónafólk. Ferðirnar eru óviðjafnanlegt tækifæri til þess að kynnast ólíkum prjónaaðferðumí hópi fólks frá mismunandi löndum þar sem prjónið verður aðal tungumálið!

Ull, stærðir & upplýsingar

Uppskriftin

Stærð: ein stærð. Hægt er að fá fleiri stærðir með því að skipta um prjónastærð (2,25 til 3,25 mm eru hæfilegar prjónastærðir) og einnig er hægt að aðlaga lengdina með því að bæta við eða taka úr umf ofan á og undir rósamunstrinu (umf 53-65).

Prjónfesta: 10x10 cm = 30 L og 34 umf með tvíbandaprjóni á prjón 3 mm.

Garn: Grýla Tvíband frá Hélène Magnússon, 100% ný ull, 100% íslensk ull, fínt band, tvinnað, 25 g / hespa = u.þ.b. 112 m

Aðallitur: mosagrænn, 1 hespa (64 m notaðir)

Aukalitur 1: svartur, 1 hespa (45 m notaðir)

Aukalitur 2: kerfilgrænn, 1 hespa (61 m notaðir)

Samtals notað af garni: 170 m

Prjónar: 2,5 mm og 3 mm hringprjónar (notað er Töfralykkju-aðferðin) eða sokkaprjónar. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þörf krefur.

Annað: merki, nál 

Aðferð: prjónað í hring, tvíbandprjón

Uppskrifthún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að kaupa sér.

Errata: engan villu fannst.