Melrós

Mýkt og fínleiki Love Story Einbandsins varð Guðrúnu Hannele innblástur að hönnun þessa fallega sjals. Bandið er notað tvöfalt, ýmist með sama lit eða tveimur litum saman. Guðrún Hannele rekur prjónabúðina Storkinn þar sem hún selur bæði Love Story og Gilitrutt.

Garn: Love Story

pdf

Melrós, uppskrift á íslensku

6 €

kit

Melrós KIT (ull en ekki uppskriftin)

48 €

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

Mýkt og fínleiki Love Story Einbandsins varð Guðrúnu Hannele innblástur að hönnun þessa fallega sjals. Bandið er notað tvöfalt, ýmist með sama lit eða tveimur litum saman. 

 

 

Um hönnuðinn

Guðrún Hannele rekur prjónabúðina Storkinn þar sem hún selur bæði Love Story og Gilitrutt.

 

Garn, stærð og upplýsingar

Uppskriftin

Stærð: vænghaf = 134cm, sídd frá hnakka = 50 cm 

Garn: Love Story Einband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, afar fíngert og mjúkteinband, 25 g dokka/225 m
4 litir: Natural grey, Askja blue, Anis green, Natural white, 1 dokka hvort

Prjónfesta: 10 cm / 4“= 18 L og 27 umf með sléttu prjóni

Prjónar: hringprjónn með góðum oddum3,5 mm

Áhöld : 6 prjónamerki 

Aðferð

Sjalið er prjónað fram og til baka og byrjað er við hnakka. Notað er tvöfalt Love Story einband, ýmist sami litur eða tveir litir saman. Aukið er út í byrjun og enda og í miðju umferða á réttunni, en í byrjun og enda á röngunni. Athugið að nauðsynlegt er að nota prjónamerki (lokuð) sem sett eru utan um prjóninn, því vísað er til þeirra í uppskriftinni. 

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að kaupa sér.

Errata: enga villu fannst.