Margrét

Margrét er hefðbundin íslensk blúnduprjónshyrna með kóngulóamunstri í hyrnu og og fallegu blúndu ì sauðarlitum. Í gamla daga voru sjöl af þessu tagi prjónuð með afar fíngerðu handspunnu þelbandi. Í dag er Love Story líklega það band sem kemst því næst.

Garn: Love Story

pdf

Margrét, uppskrift á íslensku

6 €

kit

Margrét KIT (garn en ekki uppskrift)

57 €

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

 Uppskriftin birtist einnig í bók minni Íslenskt prjón (Forlagið).

Prjónapakkinn inniheldur nog garn til að prjóna annað sjal.

 

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.

 

Garn stærð og upplýsingar

Uppskriftin

Stærdir Mál eftir strekkingu: sídd í miðju 85 cm, breidd 170 cm

Garn: Love Story Einband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m: 2 dokkur

4 sauðarlitir (ekki litaðir) CC1, CC2, CC3 og CC4

CC1: Natural black, 2 dokur

CC2/CC3/CC4: Basalt grey (dark), Natural grey (light), Natural white, 1 dokka hvort 

Prjónfesta: 10 x10 cm = 22 L og 26 umf með sl prjóni

Prjónar: hringprjónn (með hvössum oddum) 4 mm; heklunál 3 mm

Annað: strekkivír, títuprjónar, stoppunál, prjónamerki

Aðferð

Sjalið er prjónað ofan frá. Það er gert úr 2 ákvælega eins þríhyrningum með 3 miðL og 3 L með garðaprj báðum megin.

Munsturteikningar sýna aðeins helminginn af sjalinu. Hinn helmingur er pjrónaður sem spegilmynd. MiðL eru prj bara einu sinni.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að kaupa sér.

Errata: engan villu fannst.