Lopi Affection

Lopi Affection er vanabindandi peysa eftir Hélène Magnússon fyrir alla sem hafa gaman af að prjóna úr lopa. Hún er í 11 stærðum og hæfir báðum kynjum, jafnt táningum sem fullorðnum. Hægt að velja aðsniðið mitti, til að gera peysuna kvenlegri. Peysan situr öðruvísi á berustykkinu en í venjuleg lopapeysu: stuttar umferðir móta hálsmál og eru stór hluti af hönnuninni sjálfri. 

pdf

Lopi Affection Uppskrift

6 €

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

Lopi Affection er vanabindandi fyrir alla sem hafa gaman af að prjóna úr lopa. Þessi peysa, sem hæfir báðum kynjum er í 11 stærðum, frá XXS til 5-6X, þannig að hún hentar jafnt táningum sem fullorðnum. Í uppskriftinni er hægt að velja aðsniðið mitti, til að gera peysuna kvenlegri.

Mér finnst gaman að þróa nýjar hugmyndir til að móta snið lopapeysunnar. Undanfarin ár hef ég til dæmis nota stuttar umferðir mikið til að móta hálsmál, en á hefðbundinni lopapeysu er enginn munur á fram- og bakhlið. Á Lopi Affection eru stuttu umferðirnar stór hluti af hönnuninni sjálfri. Litríkar rendurnar kallast á við peysu sem var mjög vinsæl á fimmta áratugnum, löngu áður en lopapeysan varð heimsfræg. Lopi Affection kinkar líka kolli til finnska hönnuðarins Veera Välimäki.

Rendurnar eru myndaðar með því að prjóna stuttu umferðirnar með því sem ég kalla vafinn uppáslátt (“wrapped yo”) og uppáslátt með munsturlit, sem er aðferð sem ég bjó til sérstaklega fyrir þessa hönnun.

Það er auðvelt að læra aðferðirnar með leiðbeiningunum mínum “Swatch”, peysuprufunni sem verður að fallegu penna- eða gleraugnaveski. Hún er ekki aðeins gagnleg til að athuga prjónafestuna, heldur einnig til að velja á milli allra 58 léttlopalitanna sem í boði eru (frá Ístex og einnig sérlitaðir fyrir Handprjónasambandið.)

Góða skemmtun, ást og friður!

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum. Hún rekur vefsíðuna prjónakerling.is og bíður einnig upp á spennandi göngu- og prjónaferðir fyrir erlent jafnt sem íslenskt prjónafólk. Ferðirnar eru óviðjafnanlegt tækifæri til þess að kynnast ólíkum prjónaaðferðum í hópi fólks frá mismunandi löndum þar sem prjónið verður aðal tungumálið!

Ull, stærðir & upplýsingar

Uppskriftin

Stærðir: XXS,XS(S,M,L)1X,2X,3X(4X,5X,6X), fyrir konur og menn með aðsniðnu mitti  fyrir konur. Stærð M kvenstærð = stærð S karlmannsstærð. Tilbúin mál:

Lopi Affection

Yfirvídd: A = 75.5,78(80,86.5,89)91,98,100(106.5,109,115,5)cm

Mitti dömu B = 66.5,69(71,78,80)82,89,91(98,100,106)cm

Lengd bols að handvegi a-c =

36,37.5(39,40,41)42.5,44,45(46,47.5,49)cm

Lengd bols að mitti: a-b = 22,23(24,25.5,26.5)28,29,30.5(31.5,33,34)

Lengd berustykkis að framan c-e = 16,16(17,17,18)18,19,19(19.5,19.5,20.5)

Lengd gardaprj randa á framan: d-e = 8,5 cm /3,25”

Lengd berustykkis á baki : c-f = 23,23(24,24,24.5)24.5,25.5,25.5(26,26,27)cm

Lengd gardaprj randa á baki: d-f =15 cm/6”

Ermalengd að handvegi: C =

45,46(47,48,49)50,51,52(53,54,55) cm

úlnliður: D = 19,20(21,22,23)24.5,25.5,26.5(28,29,30)

Efri ermi: E =  29,30(31,32,33)34.5,35.5,36.5(38,39,40) cm

Peysuna má nota mismunandi víða. Allt frá því að vera 5-10 cm víðari en eigið brjóstmál til þess að vera heldur þrengri en eigið brjóstmál, eftir því sem óskað er.

Svarta peysan á myndinni er í stærð XS á 13 ára dreng, hún er 10cm víðari en eigið brjóstmál/ á konunni er hún aðsniðin og þrengri en eigið brjóstmál (90 cm).

Gráa peysan er sýnd í stærð M, á konu með brjóstmál 90 cm.  

Garn: Létt-Lopi, 100% ný ull, 50g/dokkan, 50g = 100 m: aðallitur 6,6(7,7,8)8,9,9(10,10,11) dokkur; aukalitur 1,1 dokka; aukalitur 2, 1 dokka

aðallitur/aukalitur 1/aukalitur 2:svört peysa # 0005/0051/9264; gráa peysa #0054/1411/skærbleikt sérlitað fyrir Handprjónasamband Íslands. Líka til sölu á prjonakerling.com

Annað: rennilás eða tölur

Prjónar: hringprjónar nr 4,5. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð til að prjóna ermar og háls en einnig má nota sokkaprjóna.

Annað: prjónamerki, stoppunál, 4 geymslunálar.

Prjónfesta: 10 x10 cm = 18 L og 24 umf í sléttu prjóni á prjón nr 4,5. Skiptið um prjónastærð ef þarf, til að ná réttri prjónafestu.

Aðferð: bolur og ermar eru prjónuð slétt í hring. Mittið er mótað með úrtökum og útaukningum. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykkið er prjónað fram og til baka med garðaprjóni. Lykkjur í handvegi eru settar á geymslunál eða hjálparband og síðan lykkjaðar saman. 

Styttar umferðir eru prjónaðar með því að slá bandinu upp á prjóninn og prjóna til baka á röngunni hluta af umferðinni. 

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að kaupa sér.

Errata: engan villu fannst.