Lauf

Hefðbundnir vettlingar frá Vestfjörðum gáfu Héléne Magnússon innblástur að þessum fallega og litríka bol. Röndin með laufaviðarmunstri neðst dregur nafn sitt af svokölluðum  laufaviðarvettlingum. Vegna þess að það er sjaldnast svo heitt á Íslandi yfir sumarmánuðina er peysan prjónuð úr ull, en bómull, hör eða silkiblanda mundi koma prýðilega út líka!

Til baka í Tölublað 03 – Vor 2011

 

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

“Vestið er undir áhrifum frá vestfirskum laufaviðarvettlingum. Til þess að vera nákvæmari, þá er það unnið í anda vettlinga prjónaðir af Matthildi Benediktsdóttur handa barnabarninu sinu, Matthildu Guðmundsdóttur. Þeir eru undir áhrifum frá vettlingum prjónuðum af móður Matthildar, Sigríði Jakobsdóttur.

Þegar ég hannaði vestið, var ég trú munstrinu og upprunalegum litum í vettlingum Matthildar. Seinna gerði ég aðra útgáfu, miklu mildari, með nýjustu litunum frá Ístex og það minnti mig á jurtaliti. Ég varð að aðlaga laufaviðarmunstrið: það var gert með 44 lykkjum sem voru endurteknar en það var erfitt að aðlaga það að stærð, þar sem ég vildi láta munstrið endurtaka sig um allt mittið. Axlirnar eru mótaðar mjög vel með stuttum umferðum svo að berustykkið myndar eðlilegt hálsmál.”


Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósisem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.


 

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin

Stærðir: aðsniðin peysa, XS(S,M,L,1X,2X)
Yfirvídd: 71(82,92,102,113,123.5)cm
Mitti: 62,5(73,83.5,94,104,115)cm
Bollengd að handvegi: 32(34,36,38,40,42) cm

Prjónn: hringprjónn í stærð 3 ½ mm

Prjónfesta: 10x10 cm = 23 L x 31 umf í sléttu prjóni

Garn: Kambgarn frá Istex 100% merino ull, 50g= uþb 150 m, 50gr/dokka

  • aðallitur: shade 1205, 2(2,3,3,4,4) dokkur
  • aukalitir 1 til 5: 1206,1210,1211,1217, 9667, minna en 20g
  • aukalitur 6 : 3 m (til að fitja upp).

Svart vesti: litirnir eru ekki lengur til en nota má í staðinn: aðallitur 0059; aukalitir 1 til 5: 9664,1214,0969,1215,9667; aukalitur 6: 1207

Aðferð: prjónað í hring, tvíbandaprjón.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Errata: engan villu fannst.