Lambagrasahúfa

Hvað er sameiginlegt með fíngerðum bleikum blómum lambagrassins sem vex á svörtum söndum á  hálendinu á Íslandi og kvikmyndastjörnum sjötta áratugarins og heitum sundlaugum, svo vinsælum meðal Íslendinga? Lesið hönnunarsöguna að baki þessar fallegu húfu heklaðri af Kitschfríði til þess að komast að því. Hún verður ekki eins hlý en alveg eins falleg gerð úr bómullargarni!

Til baka í Tölublað 03 – Vor 2011

 

pdf

Lambagrasahúfa Uppskrift*

3 €

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Sigríður Ásta Árnadóttir segir frá
Um hönnuðinn

"Sundlaugamennig á Íslandi er mjög sterk og það sem ég saknaði til dæmis mest frá Íslandi þegar ég bjó erlendis, enda fer ég mikið í sund. Útisundlaugarnar með jarðhitavatninu er einstakar, í raun heilsulindir, sem innilaugar ná aldrei að vera. Af því ég er hönnuður þá velti ég því alltaf mikið fyrir mér í sundi af hverju sundbolir og –hettur er svona ljótt! Hönnun þessarar barnahúfu er einmitt innblásin af gömlu Hollywood-sundbíómyndunum, þar sem sundfatnaðurinn er sérstaklega fallegur en ekki síður af iðjagrænum lambagrasþúfum sem vaxa á hálendi Íslands - eins og litlar sundhettur í eyðimörkinni."

Um hönnuðinn

Sigríður Ásta Árnadóttir er textílhönnuður að mennt og hefur í mörg ár unnið við að endurhanna gömul ullarföt, lita þau upp á nýtt og skreyta. Þessi föt selur hún í Kirsuberjatrénu, lítilli búð í miðborg Reykjavíkur, en hún er rekin af hópi listakvenna í húsi frá 1984. Hún kallar fatamerkið sitt Kitschfríður  - það er mjög skrautlegt! En hún hannar alltaf líka prjónauppskriftir inn á milli og eru barnaföt í uppáhaldi.

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin

Stærð: ein stærð
Ummál höfuðs 48 cm, u.þ.b. 2-4 ára en þið getið breytt stærðinni með því að nota grófara/fínna garn og grófari / fínni prjóna.

Prjónar og áhöld: Heklunál nr 4; tala, í lit u.þ.b. 1 cm að ummáli.

Garn:  Ljósgræn húfa: Léttlopi frá ístex,100% hrein íslensk ull, 50g/dokkan, 50g = ca.100m: litur 1406 1 dokka; litur 1412 25 g; litur 9428 10 g

Dökkgræn húfa: Kambgarn frá ístex, 100% merino ull, 50g/dokkan, 50g = ca.150m : 1 dokka í aðallit, afgangar í aukalitnum (blómin); afgangar af Léttlopa frá ístex (miðja á blómum).

Aðferð: hekl

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Errata: engan villa fannst