Kjóll um vorið

Það er öll sál hennar, jafnt sálarkvalir og gleði, sem hönnuðurinn Bergrós Kjartansdóttir leggur í þennar frábæra kjól. Hann mun láta þér líða vel, því hver elskar ekki vorið á Íslandi? Þetta er annar kjóllinn af “sjö kjólunum sælum”. Vegna þess að hún átti ekki “sjö dagana sæla”.

Til baka í Tölublað 03 – Vor 2011

 

pdf

Kjóll um vorið Uppskrift*

6 €

Sagan á bak við uppskriftina

Bergrós segir frá
Um hönnuðinn

"Fyrir tveimur og hálfu ári varð manneskja mér nákomin alvarlega veik. Mér fannst mjög erfitt að sætta mig við þær aðstæður sem hún þurfti að ganga í gegnum. Ég sá það fljótlega að ég yrði að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að ég yrði hreinlega veik líka. Prjónaskapur hefur lengi verið ástríða mín. Þegar vanlíðan steðjar að þá er skynsamlegast að leita í eiginn brunna eftir huggun og lækningu. Það gerði ég.

Úr því ég átti ekki ,,sjö dagana sæla‘‘ ákvað ég að hanna og prjóna fyrir sjálfa mig ,,sjö kjólana sæla‘‘. Til að gleðja sjálfa mig. Þetta var tilraun til einskonar viðsnúnings, að snúa við veruleikanum. Breyta aðstæðum að einhverju leyti mér í hag. Breyta því vonda í það góða. Mín eigin therapía. Útgangspunkturinn var sá að hver kjóll yrði hannaður í tengslum við það sem vekur hjá mér vellíðan og ég hef yndi af.

Sinfónía: þessi kjóll hefur fyrst og fremst með litasamsetningar að gera. Ég spái mikið í liti, hef mikla þörf og unun af því að setja liti saman í ákveðnar samsetningar. Í þessum kjól fékk ég útrás fyrir þá þörf. Sinfónía birtist í Ístexblaðinu Lopa 30.

Kjóllinn um vorið : hver elskar ekki vorið á Íslandi? Gamaldags plíserað pils að vori til er innblástur að þessum kjól. Vorið bræðir snjóinn. Vorið bræðir hjörtu mannanna eftir harðan og dimman vetur. Ég vildi ná vorstemningunni í kjólinn.

Þriðji kjóllinn heitir Vökuró, sá fjórði Kossinn, sá fimmti heitir Líða og sá sjötti ber nafnið Angist. Sá síðasti er enn óskapaður en ég veit að hann mun fela í sér gleði og liti."

Um hönnuðinn

Bergrós Kjartansdóttir er ættuð frá Hornströndum og Jökulfjörðum og hefur alltaf haft mikinn áhuga á listsköpun sem tengist textíl. Þetta sést i hönnun hennar. Hún vann i mörg ár sem verslunarstjóri hjá prjónatímaritinu Tinnu og uppskriftir eftir hana hafa birst í því blaði. Lengi sá hún um hannyrðaþætti sem hétu Spuni í Morgunblaðinu svo og um tíma í tímaritinu Vikunni og Húsfreyjunni. Bergrós er núna að hanna flíkur fyrir Ístex.

Samhliða prjónahönnunni hefur hún lært bókmenntafræði og þjóðfræði við Háskóla Íslands og Gull og silfursmíði við Iðnskólann í Reykjavík. Í silfursmíðinni sækir Bergrós innblástur í textílinn, bókmenntirnar og náttúruna. Þetta segir hún um línurnar Kóngsdóttur og Yndi:

“Hekluð form í gömlu sjali verða að eyrnalokkum, hálsmenum, hringjum og armböndum. Sem prjónahönnuður er það tæknilegur unaður fyrir mig að yfirfæra formin og áferðina í textílnum yfir í silfrið, hreint ævintýri og mikil upplifun eins og hjá kóngsdóttur sem ræður öllu í ríki sínu.

Sem bókmenntafræðingur er það ánægjulegur leikur að leika sér með orð. Að stunda hannyrðir vekur yndi og sá sem á skart úr Yndis-línunni getur sagt hátt og snjallt: ,,Hvar er yndið mitt‘‘. Það finnst mér skemmtilegt.”

Meira um Bergrós: tibra.is

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin

Stærðir: Eftir þvott (í cm)
XS(S,M,L,) 
Yfirvídd (prjónið teygist): 72(76,85,93) cm
Lengd á bol að handvegi: 66(68,70,73)
Ermalengd að handvegi 29(30,32,34)

Prjónar: Hringprjónar nr 2½ og 6, 60 cm; sokkaprjónar nr 2½ og 6

 

Prjónfesta: 10 cm = 16 L slétt prjón á prjóna nr 6

Garn: Drops Alpaca: 100% alpaca, 50 gr = u.þ.b. 167  m,  50 gr/dokka
A – 7238 vorgrænn: 6 (7,7,8) dokkur
B – 0100 kremaður: 2(2,2,2) dokkur

Aðferð: : prjónað í hring, myndprjón.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Errata: engan villu fannst.