Íslenskir sokkar

Úrvalið af hönnuðum í þessari nýju bók með sokkum frá öllum heimshornum er svimandi glæsilegt. Sem dæmi má nefna Nancy Bush, Anna Zilboorg, Teva Durham, Krissy Gardiner og Janel Laidman. Íslensku sokkarnir bera án nokkurs efa höfundareinkenni  Hélène Magnússon: þeir eru merkti með upphafsstöfum hennar!

Bókin Knitting socks from around the world: 25 patterns in a variety of styles and techniques, Voyageurs Press, 2011

Harðspjalda, 25,7 x 22,1 x 1,8 cm, 160 blaðsíður
Viðmiðunarverð: 16,49 $

KAUPA Á AMAZON

Til baka í Tölublað 04 – Vetur 2011

 

Sagan á bak við uppskriftina

Hefðbundnir íslenskir sokkar: svolítil saga
Hönnuðurinn

Framlag Hélène: Íslenskir hnésokkar

Mín hönnun er innblásin af sokkapari sem gefið var Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn árið 1858, sem hluti af íslenskum búningi. Fríður Ólafsdóttir lýsir honum nákvæmlega í rannsókn hennar á fatnaði íslenskra karla.  Sokkarnir eru háir, prjónaðir úr brúnu fínu gæða garni. Þeir eru með sex punkta stjörnu tá, flötum hæl og þríhyrndum geira, brugðinni rönd að aftan, útaukningum og úrtökum sem móta bolinn, auka umferðum í sólanum og brugðningu að ofan.


Hélène Magnússon þykir gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er hrifin af hönnun sem segir sögu og tengist jafnframt Íslandi sterkum böndum. Hélène er þekkt fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni, sem var, eins og nafnið gefur til kynna notað á prjónaða skóleppa á liðnum öldum. Bók hennar, Rósaleppaprjón í nýju ljósi er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna, en hún á íslenska fjölskyldu og hún er sönn íslensk prjónakona. Hélène er lögfræðingur, en hún tók íslenska náttúru fram yfir framabraut í París. Hún var fjallaleiðsögumaður í mörg ár, samhliða námi í textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hélène er eigandi og aðalhönnuður Prjónakerlingar.