Íslensk sjal frá Cathare

Hvað gerist þegar Cathare fjárhirðar (Bergers cathares) mæta íslensku prjónakerlingi? Fallegt íslenskt sjal verður til, prjónað úr náttúrulegri ull af fé frönsku Pyrénées fjallanna. Héléne Magnússon hannaði. Sjalið er í sauðalitum og hentar jafnt konum sem körlum. 

Garn: Gilitrutt Tvíband

Til baka í Tölublað 04 – Vetur 2011

pdf

Íslensk sjal frá Cathare Uppskrift*

6 €

kit

Kit (Gilitrutt Tvíband en ekki uppskriftin)

39 €

Litir:

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

Hvað gerist þegar Cathare fjárhirðar (Bergers cathares) mæta íslensku prjónakerlingi? Fallegt íslenskt sjal verður til, prjónað úr náttúrulegri ull af fjallafé frönsku Pyrénées fjallanna. Ég reyndi að túlka hina mörgu liti íslensku sauðkindarinnar með aðeins tveimur sauðalitum, hvítum og gráum. Úr því komu lágstemmdar litaskiptingar með hefðbundnum en einföldum blúndu munstrum. Sjalið er prjónað ofanfrá og niður. Þó að það sé blúndusjal er garnið nógu náttúrulegt til að sjalið hæfi báðum kynjum.

 

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.

 

Garn stærð og upplýsingar

Uppskriftin

Stærð: ein stærð. Mál: breidd 64 cm x lengd 140 cm, eftir strekkingu.

Prjónar: hringprjónn 4 mm

Garn: Alpage frá Bergers cathares, 100 % ull, 25g dokka u.þ.b. 100 m, sauðarlitir hvítur (aðallitur) og grár (aukalitur): 2 dokkur hvort

Prjónfesta: 10x10 cm = 16 L x 22 umf í sléttu prjóni

Aðferð: Hryna prónuð ofan frá með gatapróni.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að kaupa sér.

Errata: enga villu fannst. PDF ending -ISL2