Nútimalegt íslenskt sjal

Falleg íslensk blúndusjöl á sýningu í Nordic Heritage Museum í Seattle urðu til þess að Evelyn Clark hannaði þetta fallega útprjónaða sjal sem sækir munstrin í íslenska hefð. Sjalið hefur verið fært til nútímans svo að bæði stærð og munstur má aðlaga eftir smekk.

Til baka í Tölublað 01 – Haust 2010

pdf

Nútimalegt íslenskt sjal Uppskrift

6 €

kit

Nútimalegt íslenskt sjal Kit (garn en ekki uppskrift)

8.50 €

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Sagan á bak við uppskriftina er jafn skemmtileg en sjalið

Clark segir frá:

“Bókin Þríhyrnur og langsjöl eftir Sigríði Halldórsdóttur varð mér innblástur til þess að byrja að hanna mínar eigin hyrnur árið 1999. Það var mér því sönn ánægja að skoða bókina aftur tíu árum síðar, þegar ég var beðin um að kenna á námskeiði um íslensk útprjónssjöl á prjónaráðstefnunni Nordic Knitting Conference 2009 í Seattle. Ég notaði tækifærið til þess að bregða mér á safnið Nordic Heritage Museum í sömu borg til þess að kynna mér íslensku sjölin sem þar eru geymd. Á safninu rakst ég á bók um Íslendinga sem settust að á norð-vesturströnd Bandaríkjanna og þá rifjaðist skyndilega upp fyrir mér gamall íslenskur fjölskylduvinur, hún Bertha.

Við systkynin erum ekki alveg viss um hvernig sambandi fjölskyldu okkar og Berthu var háttað, en við vitum að hún var ekki ættingi okkar og að hún ólst upp í bænum Point Roberts í Washington-fylki. Við höldum að hún hafi verið vinkona ömmu okkar, þar sem þær voru á svipuðum aldri. Við kölluðum hana frænku okkar og hún var viðstödd flesta fjölskylduviðburði þar sem hún virtist sjálf ekki eiga neina ættingja í nágrenninu. Hún dó árið 1969 og því var ég vondauf um að komast að meiru um hana.

"Bertha frænka hét í raun og veru Þorbjörg Kristjánsdóttir"

Þegar ég minntist á Berthu við vinkonu mina kom þó annað í ljós. Eiginmaður vinkonu minnar hafði verið ekkill áður en þau giftu sig, en fyrri eiginkona hans hafði verið ættleidd frænka Berthu. Vinkona mín þekkti þannig aðra frænku Berthu, Robbie, sem gat hjálpað mér að fylla í eyðurnar. Bertha hét í raun og veru Þorbjörg Kristjánsdóttir. Faðir hennar, Kristján Benediktsson, seldi jörðina Hrafnaborg og fluttist til Kanada árið 1886. Í bókinni sem ég fann á safninu kom fram að hann var á meðal fyrstu Íslendinganna sem settust að í Point Roberts, en hann hóf þar búskap árið 1893. Mér þykir enn næstum ótrúlegt að ég hafi komist að svo miklu um Berthu og ég held glöð áfram að prjóna íslensk sjöl.”

Íslensk sjölin á Nordic Heritage Museum í Seattle voru innblástur hennar Evelyn þegar hún hannaði þetta sjal:

“Hefðbundnar íslenskar hyrnur samanstanda oftast af tveimur útprjónsmunstrum. Kóngulóarprjón er fíngert útprjónsmunstur sem oftast er notað í efri hluta hyrnunnar. Á neðri hluta hyrnunnar er gjarnan notað rósastrengsprjón eða annað munstur sem gengur í bylgjum og dregur þannig fram litabreytingar, þar sem að slík munstur henta vel fyrir jaðra sjalsins.

Þetta sjal er nútímalegt að því leyti að auðvelt er að breyta munstrunum sem notuð eru sem og stærð sjalsins.

"auðvelt er að breyta munstrunum"

Efri jaðrar sjalsins eru prjónaðir með garðaprjóni, við taka svo kóngulóarprjóns- og rósastrengsprjónsmunstur, sem hvort um sig auka út um 12 lykkjur yfir 4 umferðir og því er auðvelt að skipta þeim út hvort fyrir annað. Þessi útaukningarhraði gerir það einnig að verkum að sjalið sveigist lítið eitt og liggur vel yfir axlirnar. Neðri jaðar sjalsins er skreyttur með blúndu og lykkjur eru felldar af með loftlykkjubogum. Sjalið er prjónað að ofan svo auðvelt sé að skipta útprjónsmynstrunum út eftir hentugleik. Það er hannað með Einband frá Ístex í huga og alla þá litadýrð sem sú garntegund býður upp á. Hægt er að prjóna sjalið í einum lit eða fleiri, en sjalið á myndunum er prjónað með þremur litum.”

evelynclarkdesigns.com

 

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin

Stærð: stærð sjals eftir strekkingu: sídd er 66 cm og breidd er 142cm.

Prjónfesta: prjónfesta fyrir strekkingu, 10 cm = 22 L í sléttu prjóni.

Garn: Einband-Loðband frá Ístex, litur A 50g (225m) #1038 ljósmóleitur, litur B 20g (90m) #0885 ljósmórauður, litur C 30g (135m) #0867 mórauður.

Prjónar og ahöld: prjónar nr. 3.5; heklunál nr. 3.5 til að fella af með loftlykkjubogum; 2 prjónamerki; 1 öryggisnæla; hvöss stoppunál; 180 ryðfríir títuprjónar. Ef þú vilt: 1m slétt afgangsgarn og heklunál fyrir bráðabigðauppfitjun; vírar til strekkingar.

Aðferð: prjónað að ofan, gataprjón.

 

 

 

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir með prjónapakkanum sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Villur: það fannst villa, sjá leiðréttingu.