Icering

Þessi auðvelda en sniðuga uppskrift eftir Héléne Magnússon er tilvalið byrjendaverkefni í íslensku útprjóni. Það er prjónað í hring. Leiðbeiningarnar eru bæði skrifaðar og á munsturteikningu, sem hjálpar prjónafólki sem ekki er vant munsturteikningum að læra að nota þær og er þar með góður undirbúningur fyrir flóknari íslensk sjöl.

 

Til baka í Tölublað 04 – Vetur 2011

 

pdf

Icering uppskrift

4 €

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

Hélène segir frá:

"Mér finnst gaman að skoða hlutarnir með stækunargler. Þetta er einmitt það sem gerðist hér : fínleg blúnda af íslensku sjáli er prjónað í hring á stóri prjón með grófu garni og verður á fallegu trefil. Vafin í kringum halsins einu sinni, tvisvar eða þrisvar, hann hreyfir ekki. Hann dettur heldur ekki af, í kringum öxlana eða sem kragi."

 


 

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.

 

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin

Stærð : ein stærð, breytanleg
Ummál innan í : u.þ.b.1,5 m

Efni: Rowan Cocoon (80% ný merino ull, 20% kid mohair; 100g dokka jafngildur 115 m), u.þ.b.120 m
- 801 Polar, 1 dokka
- 806 Frost, 1 dokka
- 810 Cairn, 1 dokka

Trefil er þrílit og vantar því 1 dokku af hverju liti en það er nog garn til að prjóna 2 trefla í mismunanum litum.

Hringprjónn 7 mm, 80 sm langur, heklunál 6 mm

Prjónfesta: 10x10 cm = 14 L og 16 umf. með sléttu prjóni

Aðferð: prjónað í hring, blunduprjón.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Errata: engan villu fannst.