Gára

Hlýrri en hólkur, Gára er notalegur kragi sem fer yfir axlirnar og má einnig nota sem hettu. Einföldu munstrinu er lyft með yrjótta bandinu Einrúmi (lopi + silki) sem er prjónað til skiptis við  einstaklega fínlegu bandinu Love Story. Með því að nota ólíkt garn í ólíkum grófleika og mismunandi prjónastærð, fær kraginn þrívíddareiginleika sem speglast í nafninu Gára. 

Garn: Love Story og Einrúm E

pdf

Gára Uppskrift

3 €

kit

Gára Kit (garnið en ekki uppskriftin)

23 €

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

Hlýrri en hólkur, Gára er notalegur kragi sem fer yfir axlirnar og má einnig nota sem hettu. Einföldu munstrinu er lyft með yrjótta bandinu Einrúmi (lopi + silki) sem er prjónað til skiptis við  einstaklega fínlegu bandinu Love Story. Með því að nota ólíkt garn í ólíkum grófleika og mismunandi prjónastærð, fær kraginn þrívíddareiginleika sem speglast í nafninu Gára. 

 

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.

 

Garn stærð og upplýsingar

Uppskriftin

Stærð: ein stærð. Ummál 84 cm að neðan og 48 cm að ofan, 56 cm langt. 

Prjónfesta: 10 cm = 20 L og 44 umf með Einrúmi og sléttuprjóni á prjón 6 mm

Prjónar: hringprjónar 4 mm og 6 mm

Garn: Love Story Einband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m: 1 dokka af Hot Spring Blue

Einrúm E+4 frá Kristínu Brynju, 60% ull (þar af 70% íslensk ull), 40 % Thaï silki, 50g/dokka = 179 m
Einrúm A (ljós) 5144: 1 dokka
Einrúm B (dökk) 5244: 1 dokka

Annað: prjónamerki, stoppunál

Aðferð: kragi prónuður í hring með tvíbandprjóni.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að kaupa sér.

Errata: enga villu fannst.