Gamallegur

Karlmannslopapeysan mín, sem ég nefni „Gamallegur“, hefur kunnuglegt munstur en býður upp á aðskorið, flatterandi snið og örlítið flegið hálsmál sem ég er þekkt fyrir. Kveikjuna að hönnun hennar má finna í þjóðbúningum karla frá 18. og 19. öld: bolurinn er prjónaður frá mjöðmum og upp, bakið hærra en framhlutinn, en ermar eru prjónaðar frá bol og niður að úlnlið, með sérstakri útvíkkun fyrir olnboga til að koma í veg fyrir slit. Líta má á peysuna „Gamallegur“ sem karlmannsútgáfu af kvenlopapeysunni minni „Gamaldags“ sem notið hefur mikilla vinsælda: hefðbundin í útliti, nútímaleg í sniði.

Garn: Léttlopi

pdf

Gamallegur uppskrift á íslensku

6.50 €

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

Lopapeysan er líklega sú flík sem telst einna mest áberandi fulltrúi íslensks prjónaskapar í dag. Þó er lopapeysan nokkuð nýlegt fyrirbæri sem leit dagsins ljós á 4. og 5. áratug síðustu aldar og varð mjög vinsæl upp úr 8. áratugnum.

Hefðbundnar lopapeysur eru prjónaðar í hring og hafa ekki framhlið eða bakhlið. Þær hafa oftast beint snið og eru gjarna víðar. Síðustu ár hef ég hannað penar og aðsniðnar lopapeysur fyrir konur og fannst tími til kominn að hanna fallega lopapeysu á karla!

Karlmannslopapeysan mín, sem ég nefni „Gamallegur“, hefur kunnuglegt munstur en býður upp á aðskorið, flatterandi snið og örlítið flegið hálsmál sem ég er þekkt fyrir. Kveikjuna að hönnun hennar má finna í þjóðbúningum karla frá 18. og 19. öld: Bolurinn er prjónaður frá mjöðmum og upp, bakið hærra en framhlutinn, en ermar eru prjónaðar frá bol og niður að úlnlið, með sérstakri útvíkkun fyrir olnboga til að koma í veg fyrir slit.

Líta má á peysuna „Gamallegur“ sem karlmannsútgáfu af kvenlopapeysunni minni„Gamaldags“ sem notið hefur mikilla vinsælda: hefðbundin í útliti, nútímaleg í sniði.

Uppskriftin gefur bæði leiðbeiningar til að búa til opna peysu og heila peysu.

 

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.

 

Garn stærð og upplýsingar

Uppskriftin

Stærðir: 1(2,3,4)5,6,7

Aðskorin peysa: 0-5 cm laus. Sýnishorn er í stærð 2.  

Tilbúin mál (cm)

Yfirvídd: 89(98,106.5,115.5)124.5,133.5,142
Mitti: 85.5(94.5,103.5,112)121,130
Lengd bols að handvegi: 41(42,43,44)45,46,47
Ermalengd að handvegi: 46.5(46.5,47.5,48.5)49,50,51
Efri ermi: 34.5(36.5,39,42)44.5,45.5,48
úlnliður: 24.5(25.5,26.5,26.5)26.5,28,28
Lengd axlarstykkis á baki: 24(25,25,26)26.5,27.5,28
Hálsmál: 39(41,42,44.5)45.5,48,50

Prjónfesta: 10 cm = 18 L og 24 umf með prj nr 4,5 og sléttu prjóni. Skiptið um prjónastærð ef þarf, til að ná réttri prjónfestu.

Garn: Léttlopi frá Ístex, 100% ný ull, 50g/dokka = 100 m

Aðallitur #0056: 7(7,8,9)9,10,10 dokkur
Aukalitur 1 #0053: 1(1,2,2)2,2,2 dokkur
Aukalitur 2 #0051: 1(1,2,2)2,2,2  dokkur 

Prjónar: hringprjónar nr 4,5 og 5. Töfralykkjuaðferðin (e. Magic Loop) er notuð til að prjóna ermar og háls en einnig má nota sokkaprjóna. Heklunál 4 mm.

Annað:

Rennilás fyrir opnu peysuna

Prjónamerki, stoppunál, 4 geymslunálar

Aðferð

Bolur er prjónaður slétt í hring til handvegs. Mittið er mótað með úrtökum og útaukningum. Lykkjur í handvegi eru settar á geymslunál, bakstykki prjónað hærra upp fram og til baka, síðan eru lykkjur fyrir öxlunum fitjaðar upp með bráðabirgðauppfiti og axlastykkið prjónað í hring með tvíbandaprjóni. Lykkjur í kringum handvegi eru teknar upp og/eða settar upp á prjón og ermin prjónuð niður á við. Olnboginn er mótaður með stuttum umferðum. Þetta bætir efni við ermina, lætur hana bunga út við olnbogann og kemur í veg fyrir að göt myndist. Opna peysan er klippt í miðjunni að framan.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Errata: enga villu fannst.