Flowerpot

Þessi fallega kápa er innblásin af rósaleppum með jurtapottamunstri frá Byggðasafninu í Skógum. Héléne Magnússon vinnur hér með uppáhalds prjónaaðferðina sína, íslenska rósaleppaprjónið, og nýtir sér hina einstöku eiginleika íslensku ullarinnar. Kápan er fislétt, jafnvel þó hún sé prjónuð með garðaprjóni, það gerir léttleiki lopans. Kápan er í mörgum stærðum sem passa flestum, XS til 4X og þremur lengdum fyrir lágvaxnar, meðalhæð og hávaxnar.

Til baka í Tölublað 04 – Vetur 2011

pdf

Flowerpot uppskrift

6 €

kit

Flowerpot Kit (uppskrift OG garn)

frá 80 €

Stærð

Longueur

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

“Íslensku rósalepparnir hafa verið mér innblástur, alveg síðan ég sá þá fyrst. Þeir voru notaðir innan í sauðskinns- eða roðskó og þeir voru með alls konar fallegum og litríkum munstrum. Hugmyndin að þessari kápu kviknaði út frá fallegum leppum með jurtapottamynstri,frá byggðasafninu í Skógum. Kápan er eins og risastór blómapottur!

Eiginleikar íslensku ullarinnar eru nýttir við hönnun jakkans. Ullin er mjög létt, en það er afar mikilvægt þegar um svo stóra flík er að ræða, ekki síst þegar hún er prjónuð með garðaprjóni. Íslenska ullin heldur einnig forminu, nánast eins og fyrir kraftaverk og flíkin mun ekki skekkjast. Garðaprjónið er mjög teygjanlegt og þó kápan hafi ekki eiginlegar axlir, mun hún samt sitja vel á öxlum eigandans. Síðast en ekki síst, íslenska ullin eldist vel, en það er mikilvægt fyrir flík sem á að endast lengi. Að auki má nota kápuna á marga vegu, þegar hún er hneppt má lyfta henni upp á mjaðmirnar og nota hana sem smart peysu og hún getur líka verið mjög hlýtt teppi!”

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.

 

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin

Stærðir: XS(S,M/L,1X)2/3X,4X
Mjaðmavídd: 90(100,126,144)162,180 cm

Hæð: H1(2,3) fyrir lágvaxnar (meðalhæð,hávaxnar)
Lengd kápu: H80(93,107) cm

Kápan á myndinni er í stærð M, H2. Stúlkan er um 175 cm á hæð.

Garn: Álafosslopi frá Ístex, 100% íslensk ull , 100g/dokka, 100g = ca.100m
- aðallitur  #0054: H1 3(4,4,5)6,6 - H2 4(4,5,6)6,7 - H3 4(5,6,6)7,8 dokkur
- aukalitur 1 # 0005: H1 2(3,3,4)4,4 – H2 3(3,4,4)5,5 – H3 3(4,4,5)5,6 dokkur
- aukalitur 2  # 9210: H1 2(2,2,2)2,2 – H2 2(2,2,2)2,3 - H3 2(2,2,3)3,3 dokkur
- aukalitur 3 # 9967: H1 1(1,1,1)1,1 – H2 1(1,1,1)1,2 – H3 1(1,1,1)2,2 dokkur
- aukalitur 4 # 9972: H1 1(1,1,1)2,2 – H2 1(1,1,2)2,2 – H3 1(1,2,2)2,2 dokkur
- aukalitur 5 # 0051: H1 1(1,1,2)2,2 – H2 1(1,2,2)2,2 - H3 1(2,2,2)2,2 dokkur

Heildar garn notkun er um það bil:
H1 741(889,1037,1185)1334,1482 m
H2 864(1037,1210,1382)1555,1728 m
H3 987(1185,1382,1580,1778,1975) m

Prjónar: bandprjónar nr. 6 - Ég mæli ekki með notkun hringprjóna í rósaleppaprjóni.

Prjónfesta: 10x10 cm = 12 L og 12 garðar (24 umf)

Efni: stoppunál, 7 plasthringir (eða þunnir hringir úr ryðfríu stáli, fást í byggingavöruverslunum) 3cm í þvermál og 1.5 cm í innra þvermál, til að búa til lopa tölurnar.

Aðferð: rósaleppaprjón.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti

Errata: engan villu fannst.