Fáninn

Samkvæmt fánalögum, má enginn óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Ströng lög gilda um þá virðingu sem sýna ber þjóðfána Íslendinga og getur það varðað sektum eða fangelsi allt að einu ári að brjóta fánalögin.

Kveikjan að „Fánanum“ er milliríkjadeila Íslands og Bretlands um Icesave en hönnunin sækir fyrirmynd sína í verk Birgis Andréssonar „Sameinuð stöndum við“. Hönnun: Hélène Magnússon.

Til baka í Tölublað 02 – Vetur 2010

pdf

Fáninn Uppskrift*

6 €

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Um fánann
Um hönnuðinn

Fáninn er prjónaður í sauðalitum með rósaleppaprjóni en það er séríslenk myndprjón. Hann sækir fyrirmynd sína í verk Birgis Andréssonar „Sameinuð stöndum við“.

Kveikjan að „Fánanum“ var milliríkjadeila Íslands og Bretlands um Icesave.

 

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjöllmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin

Stærðir: XS,S,M,L,XL,XXL

Prjónfesta: 10 x 10 cm =  19 L x 18 garters (36 rows) using 5mm (US #8) needles over garter stitch.

Prjónar og áhöld: hringprjón og sokkaprjónar 5mmm heklunál 4 mm; 8 tölur, 1cm þvermál

Garn: Jamieson and Smith 2 Ply Lace, "Pure Shetland Wool with a touch of Lamswool", 169m/25g dokka
4(4,5,5,5,5) x 25g dokka - litur 003 (alias RAUðU)
4(4,5,5,6,6) x 25g dokka - litur 202 (alias HVÍTUR)
3(3,4,4,4,5) x 25g dokka - litur 27 (alias BLÁR)

Aðferð: rósaleppaprjón.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Villur: engan villa fannst.