Fína hyrna

Fullyrða má að Fína hyrna er sú útprjónaða hyrna sem mest hefur verið prjónuð hér á landi, í fyrstu eingöngu úr handspunnu þelbandi, og voru þær hyrnur svo fisléttar að þær renndu liðlega gegnum einbaug. Er Hélène stolt af því að afar fíngert og mjúkt Love Story bandið hennar hefur líka þá eiginleika. Uppskriftin er að finna í bókinni Þríhyrnur og langsjöl eftir Sigríði Halldórsdóttur árið 1988. 

Hélène uppfærði prjónamunstrin og skriflegu leiðbeiningarnar. Þar að auki bætti hún við þremur stærðum til þess að bjóða upp á þann möguleika að prjóna stærri sjöl. Uppskriftin er gefin út sem stök uppskrift eingöngu með Love Story garnið.

Garn: Love Story 

kit

Fína hyrna (Love Story garnið og uppskrift PDF)

frá 19 €

Stærðir:

Litur:

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

Uppskriftin er gefin út sem stök uppskrift að fengnu leyfi frá höfundunum Sigríði Halldórsdóttur og Herborgu Sigtryggsdóttur. Uppskriftin er eingöngu til sölu sem hlutur af prjónapakka (garn og uppskrift) Prjónakerlingar.

Bókin Þríhyrnur og langsjöl eftir Sigríði Halldórsdóttur árið 1988 rekur sögu sjalaprjóns á Íslandi og inniheldur 28 gullfallegar uppskriftir af gömlum íslenskum hyrnum og langsjölum. Fína hyrna er ein þeirra og kemur hér í nýrri endurbættri útgáfu.

Uppskrift af þessari hyrnu birtist fyrst í ársriti Heimilisiðnaðarfélags Íslands, Hugur og hönd 1968. Hún hafði þá verið skrifuð upp eftir Steinunni Eyjólfsdóttur í Reykjavík, sem lengi prjónaði fyrir Íslenskan heimilisiðnað og hafði listhandbragð. Steinunn geymdi uppskriftina í minni sér.

Um uppruna hyrnunnar er ekki vitað annað en það að Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi verslunarstjóri ÍH, hefur sagt frá því að þær Steinunn hafi hjálpast að við að stækka miðtungu blúndunnar með aðstoð spegils, að öðru leyti hafi verið stuðst við blúndu af prjónuðum dúk. Áður hafði blúndan einnig verið með þriggja laufa tungu á miðju en tæplega gefið næga vídd þannig.

Útprjónið á efri hluta hyrnunnar er oftast nefnt köngulóarprjón, annað nafn minna notað er gluggaprjón. Uppskrift af þessu útprjóni birtist í fyrstu prentuðu hannyrðabókinni sem út kom á Íslandi, Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir, Reykjavík 1886. Er það 239. uppdráttur en hvorki er því gefið nafn né sagt til um hverning mætti nota það.

Fullyrða má að sú útprjónaða hyrna sem hér ræðir sé sú sem mest hefur verið prjónuð hér á landi, a.m.k. síðustu 30-40 árin, í fyrstu eingöngu úr handspunnu þelbandi, stundum örfínu. Eru nokkrar slíkar til í safni Heimilisiðnaðarfélagsins, fisléttar og renna liðlega gegnum einbaug.

Er Hélène stolt af því að afar fíngert og mjúkt Love Story bandið hennar hefur líka þá eiginleika.

Hélène uppfærði prjónamunstrin og skriflegu leiðbeiningarnar. Þar að auki bætti hún við þremur stærðum til þess að bjóða upp á þann möguleika að prjóna stærri sjöl.

 

Um hönnuðinn

Uppskriftin birtist fyrst í bókinni Þríhyrnur og langsjöl eftir Sigríði Halldórsdóttur árið 1988, en bókin rekur sögu sjalaprjóns á Íslandi og inniheldur 28 gullfallegar uppskriftir af gömlum íslenskum hyrnum og langsjölum.

 

Garn, stærð og upplýsingar

Uppskriftin

Stærdir 1(2,3,4). Mál eftir strekkingu: sídd í miðju 60(75,90,105) cm, breidd 105(135,165,195) cm

Garn: Love Story Einband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m: 2 dokkur

Hyrnan á myndunum er í stærð 1 og í Volcanic red lit

Prjónar: hringprjónn (með hvössum oddum) 4 mm; heklunál 2,5 mm

Annað: strekkivír, títuprjónar, stoppunál, prjónamerki

 

Aðferð

Hyrnan er prjónuð neðan frá og upp með köngulóaprjóni. Síðan eru teknar upp L við fit og blúndan prjónuð. Nauðsynlegt er að lesa leiðarvísinn og leiðbeiningarnar til enda áður en hafist er handa við prjónið.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garnið og PDF uppskriftin á íslensku en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. 

Errata: engan villu fannst.