Cécile vettlingar

Tíminn líður, fólk kynnist og hefðir þróast áfram. Hinir hefðbundunu skagfirsku vettlingar saumuðu með gamla íslenska krosssaumnum eru hér skreyttir blómamynstri. Cécile er útgáfa hennar Hélène Magnússon af þessum fallegu vettlingum. Lærðu að sauma með Cécile: það er auðvelt og gaman!

pdf

Cécile Uppskrift*

4 €

kit

Cécile Kit (garn og uppskrift)*

17 € (sendingarkostnaður innifallin)

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir frá
Um hönnuðinn

Tíminn líður, fólk kynnist og hefðir þróast áfram. Hinir hefðbundunu skagfirsku vettlingar saumuðu með gamla íslenska krosssaumnum eru hér skreyttir blómamynstri. Cécile er mín útgáfa af þessum fallegu vettlingum. Vettlingarnir bera nafn vinsællar franskrar útsaumskonu, sem kom í eina af prjónaferðunum mínum til Íslands, árið 2011.

Bloggið hennar Cécile:

http://www.facilececile.com

 

 

 

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum. Hún rekur vefsíðuna prjónakerling.is og bíður einnig upp á spennandi göngu- og prjónaferðir fyrir erlent jafnt sem íslenskt prjónafólk. Ferðirnar eru óviðjafnanlegt tækifæri til þess að kynnast ólíkum prjónaaðferðum í hópi fólks frá mismunandi löndum þar sem prjónið verður aðal tungumálið!

Fylgstu með blogginu hennar: helenemagnusson.blogspot.com

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin

Stærðir: 1(2,3,XS,)S,M,L fyrir börn 2-4, 6, 8-10 ára svo og fullorðin

Garn:Léttlopi frá Ístex (100% íslensk ull, 50g = 100m): 2 dokkur, nr. 0005 eða litur að eigin vali.

Útsaumur: Léttlopi og Einband-Loðband frá Ístex (hrein ný ull, 50g = 225m): um það bil 1-2 m í hverjum lit.

 

Prjónar: hringprjónn nr 5 (ef ,,töfralykkju” aðferðin er notuð) annars sokkaprjónar.

Áhöld: prjónamerki, stoppunál og oddhvös nál.

Prjónfesta: 10 cm = 15 L og 22 umf í sl prjóni á prjóna 5 mm

 

Aðferð: prjónað í hring, útsaumur

Uppskrift fylgir útsaumskennslumyndbönd á ensku;

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að kaupa sér.

Errata: engan villu fannst villu.