Brynja

Brynja er lopapeysa hönnuð af Hélène Magnússon. Nafnið á vel við peysuna þar sem hún lagar sig að líkamanum og ver hann veðri og vindum. Munstrið er gömul átta blaða rós tekin úr íslensku Sjónabókinni.

Til baka í Tölublað 01 – Haust 2010

pdf

Brynja Uppskrift*

6 €

kit

Brynja Kit (garn og uppskrift)*

frá 41 € (sendingarkostnaður innifallin)

Taille/Size:

Couleur/Color:

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir okkur frá

"Nafnið á vel við peysuna þar sem hún lagar sig að líkamanum og ver hann veðri og vindum. Munstrið er gömul átta blaða rós tekin úr íslensku Sjónabókinni. Hún situr öðruvísi á berustykkinu en í venjuleg lopapeysu. Kvenlegt mittið er mótað með úrtökum og útaukningum framan og aftan á peysunni. Falleg smáatriði á borð við takkakanta og kantfóður í aukalitnum gefa peysunni mikinn svip. Brynja er prjónuð úr Létt-Lopa og er því bæði slitsterk og létt."

Sjónabók er handrit með munstrum frá 17, 18 og 19 öld sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands gáfu út Íslenska sjónabók vorið 2009.

Bókinni fylgir geisladiskur með öllum munstrunum sem hægt er að prenta út að vild. Allt til frjálsrar notkunar í hönnun, handverk og kennslu. Íslensk sjónabók á að vera brunnur hugmynda að nýsköpun með sterka tilvísun í sérstakan íslenskan menningararf. Bókin fæst í verslun Heimilisiðnaðarfélags Íslands.

Um hönnuðinn

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjöllmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.


Upplýsingar og tækni

Uppskriftin
Kit

Staerdir: XS(S,M,L,XL,2X,3X), yfirvídd: 83(87,95,100,108,118,127) cm. Túrkísbláa peysan er stutt í stærð M.

Prjónfesta: 10 x10 cm = 16 L x 21 umf í sléttu prjóni á 5 mm prjón

Garn: Létt-Lopi, 100% hrein íslensk ull, 50g/dokkan, 50g = ca.100m; aðallitur 1404, 6(7,7,8,8,9,9) dokkur; aukalitur 1409, 1 dokka

Prjónar og efni: hringprjónar í stærðum 4.5 og 5 mm; prjónamerki, stoppunál, næla, málband, saumavél, 7(7,7,7,8,8,8) smellur Ø 1,5 cm og/eða 7(7,7,7,8,8,8) miðlungsstórar tölur, kantband sem mælist tvöföld síddin á framhlið peysunnar.

Aðferð: prjónað í hring,stuttar raddir, klipt í.

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir með prjónapakkanum sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Villur: það fannst villa, sjá leiðréttingu.