Brynja alpahúfa

Þessi fallega húfa eftir Hélène Magnússon er fljótlegt prjónles sem fer vel við Brynju, uppáhalds lopapeysuna okkar og er tilvalin gjöf til þess að gera á síðustu stundu. Hún er þéttprjónuð úr íslenska lopanum, sem er bæði léttur, hlýr og hrindir frá sér vatni, og mun hún vernda ykkur vel gegn kulda, snjó og regni.

Til baka í Tölublað 02 – Vetur 2010

 

pdf

Brynja alpahúfa Uppskrift*

3 €

kit

Brynja alpahúfa Kit (grátt)*

15 € (sendingarkostnaður innifallin)

Litur:

*sjá upplýsingar og tækni

Sagan á bak við uppskriftina

Hélène segir okkur um húfuna

Svona húfa er kölluð alpahúfa á íslensku. Slíkar húfur hafa sannarlega verið hluti af einkennisbúningi les Chasseurs Alpins (bókstafleg þýðing er Alpaveiðimennirnir, sem eru úrvalsdeild fjallafótgönguliða franska hersins) frá því 1891. En húfan á sinn uppruna á miðöldum í Bearn í Frakklandi.

"húfa úrvalsdeilds fjallafótgönguliða franska hersins"

Hún sést til dæmis í útskurði í kirkjunni í Bellocq frá því á 13. öld. Fjárhirðarnir prjónuðu hana í hring í sauðalitum og hin sífellda notkun í vindi og rigningu þæfðu hana. Hún varð mjög vinsæl einkum í Baskahéruðunum og notkun hennar breiddist fljótlega út til Spánar, síðan Suður Ameríku, Mexíkó, Louisiana, Kaliforníu og Kanada með landnemum þar.

Um hönnuðinn

 

 

 

 

Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjöllmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.

Upplýsingar og tækni

Uppskriftin
Stærðir: S(M,L).
S er hæfileg stærð fyrir smábörn, M fyrir stálpuð börn og L fyrir fullorðna.
Endanleg mál 21(24,26.5) cm mælt þvert yfir húfuna, til þess að passa fyrir höfuðmál allt upp að 40.5 (48, 53,5) cm.Athugið að húfuna er hægt að strekkja í stærri stærðir eða hægt að prjóna með örlítið grófari prjónum.

 

 

 

 

Prjónfesta: 10×10 cm  = 20 L og 28 umf í sléttu prjóni

Prjónar: sokkaprjónar 4 mm eða langur og sveigjanlegur hringprjónn (svo kölluð töfralykkju-aðferð er notuð til þess að prjóna lítil ummál.)Garn: Léttlopi frá Ístex, 100% ný íslensk ull, 50g/dokkan, 50g = ca.100m
Aðallitur: 1 dokka
Aukalitur: ½ dokka (munstur), afgangar (doppa)
Grá húfa: litir 0056 (grátt), 0051 (hvítt), 1409 (rautt)
Blá húfa: litir 1404 (túrkísblátt), 1409 (rautt)
Fjólublá húfa: litir 1414 (dökk fjólublátt), 1411(gult),1413 (ljós fjólublátt)

Aðferð: prjónað í hring, silfurfit, tvíbandaprjón

 

 

 

 

Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir með prjónapakkanum sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.

Villur: engan villa fannst.