02 – Vetur 2010

Prjónakerling, fyrsta íslenska prjónavefritið!

Kreppa og prjón fara vel saman. Við það að spara bætist ánægjan við að búa til nýja flík, t.d. húfuna “Brynju” sem er fljótleg og þannig tilvalin gjöf á síðustu stundu. Kreppan og prjónið tengjast einnig með öðrum hætti í “Íslensku krónunni” þar sem virði krónunnar fær loks raunverulegt gildi. Kveikjan að “Fánanum” er milliríkjadeila Íslands og Bretlands um Icesave en hönnunin sækir fyrirmynd sína í verk Birgis Andréssonar “Sameinuð stöndum við”.

Eftir stendur spurningin, mun Theodóra fara í jólaköttinn?

Prjónakerling óskar þér gleðilegra jóla og farsæls komandi prjónaárs.
Var Theodóra þín þæg?