“Wools of Europe” sýningin

Sýningin “Wools of Europe” er einstök sýning sem kynnir mismunandi evrópskar ullarafbrigði. Kynningarritið á fleiri tungumálum sem fylgir þessari farandsýningu er mikilvægt tæki til samræmingar og skilgreiningar á evrópska ullargeiranum. Íslenska ullin var auðkennd með verk af fallegu rósaleppaprjóni eftir Héléne Magnusson.

Til að vita meira, heimsóttu vefsiðu L’Atelier og skoðaðu myndirnar frá þessu frábæru sýningu.

 

Til að panta bókina:

Hlaða niður pöntunareyðublaði – PDF

25 x 20,5 cm, 256 bls.
Verð: 28 € eintaki

Til baka í Tölublað 03 – Vor 2011

 

 

Hér var lagt upp með býsna yfirgripsmikil áform.

Sýning á ull af eitt hundrað evrópskum fjártegundum til þess að sýna margbreytileika þeirra og fjölbreytni þeirra muna sem framleiddir eru úr evrópskri ull.

eitt hundrað evrópskum fjártegundum

Með það að markmiði að gera almenningi kleift að kynnast hinum ýmsu vörum sem hægt er að framleiða úr evrópskri ull.

En einnig að mynda tengsl milli sauðfjárræktenda, framleiðenda á náttúrulegu og endurnýjanlegu hráefni  sem er oft vannýtt, og fyrirtækja, handverksfólks eða listamanna, notenda þessara efna sem þekkja oft ekki vinnsluferli ullarinnar.

Í maí 2010 opnuðu samtökin “ATELIER-Laines d’Europe” (http://pagesperso-orange.fr/atelier.laine) og fyrirtækið Consorzio Biella the Wool Company (www.biellathewoolcompany.it) í fyrsta sinn sýninguna “Wools of Europe” í Bergerie Nationale de Rambouillet í  grennd við París, með ull af um það bil 90 fjártegundum frá 27 Evrópulöndum.

Á sýningunni sem var á tveimur hæðum, var hægt að sjá ljósmyndir af sauðfénu, snerta ullarflóka og kynnast vörum framleiddum úr hinum mismunandi ullartegundum; fatnaði, ábreiðum, teppum, hönnunarmunum, textil-listmunum.

Nokkur þúsund manns heimsóttu sýninguna

Nokkur þúsund manns heimsóttu sýninguna og sýndu henni áhuga og aðdáun: Sunnudagsgöngufólk og börn sem heimsóttu Bergerie Nationale, handverksfólk og listafólk á hátíðinni Festival des Arts de la Laine, merinósauðfjárræktendur frá Ástralíu eða Nýja Sjálandi svo og ullarkaupmenn og ullarverkendur hvaðan æva að úr heiminum, sem tóku þátt í alþjóðlegum ráðstefnum í Rambouillet.

Verkefnið hefur vakið forvitni og vonir.

Ýmsir sýnendur komu langt að (Finnland, Svíþjóð, Króatía, Tékkland, Þýskaland, Sviss, Ítalía, Portúgal, Spánn, Bretland…) til þess að sjá sýninguna og hitta aðra þátttakendur, sem nú þegar, rétt eins og þeir, framleiða og vinna ull í Evrópu. Nokkur samvinna er þegar fyrir hendi á milli landa, og mun aukast.

Sýningin er nú staðsett í Biella á Ítalíu, og mun síðan ferðast frá einu landi til annars, í tengslum við atburði varðandi sauðfé, textíl eða tísku. Aukið verður við hana á hverjum stað með nýjum ullartegundum og nýjum vörum.

Bók á fleiri tungumálum var gefið út, með öllum ljósmyndum og rituðum textum af sýningunni

Kynningarrit á fleiri tungumálum var gefið út, með öllum ljósmyndum og rituðum textum af sýningunni. Það er fáanlegt frá öðrum hvorum hinna tveggja aðila sem að sýningunni standa. Kynningarritið og sýningin leggja sitt af mörkum til þess að kynna fyrir almenningi eiginleika ullarinnar, en einnig að kynna fólkið sem leggur allt sitt í að framleiða hana. Sameiginlegt markmið þeirra er að koma á framfæri ull framleiddri í Evrópu og að kynna evrópska ullargeirann, ræktendur sauðfjár, handverksfólk, listafólk og fyrirtæki. Vonandi mun sýningin styrkja tengsl innan geirans og þróa nýjar leiðir, á tímum þegar heimurinn er að vakna til vitundar um mikilvægi ullar sem náttúrulegs, umhverfisvæns og sjálfbærs efnis.