Íslenskt prjón

Bókin Íslenskt prjón byggir fyrst og fremst á handprjónuðum munum sem varðveittir eru í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Hún  inniheldur 25 prjónauppskriftir af munum sem hafa verið endurgerðir, en einnig af nýjum flíkum/munum sem hannaðir voru  með skírskotun til gömlu safnmunanna. Bókin gefur góða innsýn í prjónahefð íslendinga á seinni hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar.  

“Það veitir innblástur til sköpunar að sjá hvernig gamlar hvunndagsflíkur sem varðveittar eru í Heimilisiðnaðarsafninu, geta öðlast nýtt líf – endurgerðar eftir gömlu fyrirmyndunum en einnig með nýrri hönnun Hélène.Heimilisiðnaðarsafnið þakkar þann heiður sem safninu er sýndur með þessari útgáfu.”   
Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins

Bókin kóm út fyrst á ensku (Voyageurs Press 2013) og á frönsku (Le Temps Apprivoisé mars 2014) svo og á dönsku (Turbine 2016)

Harðspjaldabók, 22 x 26 cm, 144 blaðsíður

Villur og leiðréttingar

book

íslenskt prjón (bókin á íslensku)

40 €